top of page

​Óskandi

Óskandi var stofnaður vorið 2019 af Guðrúnu Óskarsdóttur. Skólinn er sjálfstæð eining undir Dansgarðinum og er í samstarfi við Klassíska listdansskólann. Skólinn bar nafnið Ballettskóli Guðbjargar Björgvins í 37 ár, eða frá 1982 - 2019. Honum var stjórnað af Guðbjörgu Björgvins til vorsins 2018 og svo Dansgarðinum - Klassíska listdansskólanum 2018 - 2019.

Óskandi býður upp á fjölbreytt dansnám þar sem markmið skólans er að bjóða upp á faglegt, þroskandi og uppbyggjandi umhverfi; opna hugann fyrir sköpun, nýrri hugsun, auka félagsfærni, hreyfifærni og sjálfstraust, þjálfa færni við að greina tilfinningar og gagnrýna hugsun. Stuðst er við kennslufræði Anne Green Gilbert og er grunnnámið kennt samkvæmt aðalnámskrá.


Nafnið Óskandi samstendur af ósk og andi. Ósk er dregið af því að óska sér en einnig vísun í föðurnafnið Óskarsdóttir. Andi er þýðing á „spirit“ og vísun i andrúmsloftið, þar sem eitt af aðalmarkmiðum skólans er að bjóða upp á uppbyggilegt, jákvætt og notalegt andrúmsloft þar sem allir fái tækifæri til að vera þeir sjálfir.

Countdown-120.jpg
Óskandi: About
bottom of page