top of page
Andrea Urður Hafsteinsdóttir
Kennir klassískan ballett
Andrea Urður hóf ballettnám við Ballettskóla Sigríðar Ármann þegar hún var fjögurra ára gömul en færði sig yfir í Listdansskóla Íslands fimm árum síðar. Hún hefur dansað með FWD Youth Company frá árinu 2017. Andrea byrjað að kenna ballett árið 2014 í Klifinu, sem er skapandi setur fyrir ýmis listnámskeið, og kenndi nemendum á aldrinum 3-7 ára. Sumarið 2016 skipulagði hún og stjórnaði skapandi námskeiði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára þar sem mikil áhersla var lögð á skapandi dans ásamt öðrum listgreinum.
Síðastliðinn vetur kenndi Andrea í forskólanum hjá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Andrea Urður er einnig nemi í lögfræði við Háskóla Íslands.

Andrea Urður Hafsteinsdóttir: TeamMember
bottom of page