top of page
Bergdís Helga Bjarnadóttir
Kennir klassískan ballett
Bergdís Helga byrjaði ung að æfa ballett í Ballettskóla Eddu Scheving en fluttist yfir í Klassíska listdansskólann á fjórtánda ári. Þaðan útskrifaðist hún af klassískri listdansbraut árið 2013. Auk þess hefur hún farið á sumarnámskeið í Laban í London og önnur dansnámskeið. Árið 2015 byrjaði hún svo að kenna yngstu nemendum Klassíska listdansskólans.
Bergdís Helga lauk B.S. prófi í iðnaðarverkfræði vorið 2019. Dansinn hefur þó alltaf fylgt henni og síðastliðinn vetur kenndi hún klassískan ballett í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins.

Bergdís Helga Bjarnadóttir: TeamMember
bottom of page