Dans fyrir eldri borgara
Þetta námskeið hefur því miður verið fellt niður vegna COVID - 19 faraldsins. Það er búið að vera yndislegt að fylgjast með stórum hópi eldri borgara hittast á hverjum laugardegi og dansa saman.
Við hlökkum til að bjóða upp á dansnámskeið fyrir þennan aldurshóp þegar færi gefst til :)

Dans fyrir eldri borgara
Dansnámskeið fyrir eldri borgara er á laugardögum kl. 14 - 15. Ragna Rögnvaldsdóttir, grunnskólakennari og danskennari, leiðir námskeiðið. Námskeiðið er byggt m.a. á íslenskum og erlendum samfélagsdönsum. Áhersla er lögð á dansgleði og það að eiga skemmtilega samverustund saman. Skráning fer fram í tímanum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kennsla hefst: 29. febrúar (kennsla fellur niður laugardaginn 21. mars)
Tímasetning: Kennsla fer fram á laugardögum kl. 14 - 15
Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur
Fjöldi kennsluvikna: 5
Skráning: Skráning fer fram í tímanum.
Verð: 6.500 kr. fyrir námskeið (greiðsla fer fram í tímanum)
Kennari: Ragna Rögnvaldsdóttir