Dansfjör

Dansfjör eru fjölbreyttir tímar fyrir unglinga sem langar að dansa sér til ánægju, huga að líkamlegri og andlegri þjálfun í þroskandi og uppbyggjandi umhverfi. Námskeiðið inniheldur val um klassískan balletttíma, nútímalistdans og jóga. Nemendur geta búið til stundatöflu sína með vali um einn - fjóra tíma á viku. Nemendum í Dansfjöri gefst kostur á að taka þátt í nemendasýningum skólans ef áhugi er fyrir hendi.

KrakkarDans-4_edited.jpg
 

Ballett, nútímalistdans og jóga

Þetta námskeið er fyrir unglinga sem langar að dansa og hreyfa sig í þroskandi og uppbyggjandi umhverfi. Námskeiðið inniheldur val á einum klassískum balletttíma (90 mínútur), tveimur nútímalistdanstímum (1x90 mínútur og 1x60 mínútur) og einum jógatíma (60 mínútur) á viku.  


 • Kennsla hefst: 1. febrúar (kennsla fellur niður 22. og 23. október vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Nútímalistdans á mánudögum kl. 17:45 - 19:15, þriðjudögum kl. 15:15 - 16:15, ballett á fimmtudögum kl. 16:45 - 18:15 og jóga á föstudögum kl. 15:15 - 16:15. 

 • Verð: 

  •   4 sinnum í viku: 69.900 kr.

  •   3 sinnum í viku: 63.900 kr.

  •   2 sinnum í viku: 49.900 kr.

  •   1 sinni í viku: 25.900 kr.