top of page
oskandi logo.png

Um Óskandi

Óskandi er dansskóli á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Óskandi býður upp á fjölbreytt dansnám þar sem markmið skólans er að bjóða upp á faglegt, þroskandi og uppbyggjandi umhverfi; opna hugann fyrir sköpun, nýrri hugsun, auka félagsfærni, hreyfifærni og sjálfstraust, þjálfa færni við að greina tilfinningar og gagnrýna hugsun.

Dansskólinn Óskandi nýtir sér innblástur frá ólíkum einstaklingum við uppbyggingu stefnu og í uppeldis- og kennslufræðilegri nálgun skólans. Kennslufræði Anne Green Gilbert er rauði þráðurinn í kennslufræðilegri nálgun dansskólans og svo fléttast inn í aðrar uppeldisstefnur, fræðimenn og kennslukerfi, allt eftir áherslu hvers námskeiðs

Nafnið Óskandi samanstendur af ósk og andi. Ósk er dregið af því að óska sér en einnig vísun í föðurnafnið Óskarsdóttir. Andi er þýðing á „spirit“ og vísun i andrúmsloftið, þar sem eitt af aðalmarkmiðum skólans er að bjóða upp á uppbyggilegt, jákvætt og notalegt andrúmsloft þar sem allir fái tækifæri til að vera þeir sjálfir.
Einkunnarorð skólans er samvinna, vellíðan, metnaður og sköpun.

Óskandi er undir Dansgarðinum og vinnur í nánu samstarfi við Klassíska listdansskólann þar sem stjórnendur, kennarar og foreldrar skólanna vinna saman sem ein heild með eitt kennarateymi og eitt foreldrafélag.

bottom of page