top of page

Forskóli

Forskólinn er fyrir nemendur á aldrinum 3 ára til 8 ára og er undirbúningur fyrir grunnstigin, 1. - 7. stig. Forskólinn skiptist í 5 flokka og miðast flokkarnir við fæðingarár nemenda; 1. flokkur (börn fædd 2019), 2. flokkur (börn fædd 2018), 3. flokkur (börn fædd 2017), 4. flokkur og 5. flokkur (börn fædd 2015 og 2016). 


Hver flokkur (aldursstig) er hugsaður með hreyfiþroska og þroskastig barna í huga þannig að hver kennslustund mæti þörfum hvers aldurshóps. Markmið forskólans er að þroska og örva hreyfigreind, rýmisgreind og félagsþroska. Auk þess eru nemendur kynntir fyrir klassískum ballett og grunninn lagður að frekara dansnámi. 


Forskólinn tekur þátt í vorsýningu skólans í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri til að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

senza titolo-57_edited_edited.jpg
Forskóli: Service

1. flokkur

Klassískur ballett er kynntur í gegnum leik og skapandi dans. Áhersla er lögð á dansgleði og að styrkja samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind og félagsfærni. Stuðst er við kennslufræði Anne Green Gilbert. Hver kennslustund byrjar á upphitun sem er byggð á hreyfiþroskamynstri barna fyrsta árið og nefnist hugardans. Kennslustundin er 45 mínútur í senn og tveir kennarar kenna tímann auk aðstoðarkennara. 

 • Kennsla hefst: 21. janúar (kennsla fellur 24. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á laugardögum kl. 11:00 - 11:45 á Eiðistorgi

 • Tímalengd kennslustundar: 45 mínútur

Forskóli: Text

2. flokkur

Klassískur ballett er kynntur í gegnum leik og skapandi dans. Áhersla er lögð á dansgleði, að styrkja líkamsvitund og félagsfærni. Stuðst er við kennslufræði Anne Green Gilbert. Hver kennslustund byrjar á upphitun sem er byggð á hreyfiþroskamynstri barna fyrsta árið og nefnist hugardans. Kennslustundin er 50 - 60 mínútur í senn og tveir kennarar kenna tímann auk aðstoðarkennara. Nemendur í þessum hópi taka þátt í vorsýningu skólans.

 • Kennsla hefst: 21. janúar (kennsla fellur 24. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á laugardögum kl. 12:00 - 12:50 á Eiðistorgi

 • Tímalengd kennslustundar: 50 mínútur

Forskóli: Text

3. flokkur

Grunnspor í klassískum ballett; sporin eru kennd með skapandi dansi í gegnum leik og með einföldum æfingum. Áhersla er lögð á dansgleði, virðingu hvert fyrir öðru, að styrkja líkamslæsi og sjálfstraust. Stuðst er við kennslufræði Anne Green Gilbert. Hver kennslustund byrjar á upphitun sem er byggð á hreyfiþroskamynstri barna fyrsta árið og nefnist hugardans. Kennslustundin er 60 mínútur í senn og tveir kennarar kenna tímann. Nemendur í þessum hópi taka þátt í vorsýningu skólans.

Ath, það verður boðið upp á tvo tíma fyrir 3. flokk á vorönn á fimmtudögum og laugarddögum.

3. flokkur - fimmtudagar

 • Kennsla hefst: 19. janúar (kennsla fellur 22. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á fimmtudögum kl. 16:45 - 17:45 á Eiðistorgi

 • Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur

3. flokkur - laugardagur

 • Kennsla hefst: 21. janúar (kennsla fellur 24. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á laugardögum kl. 9:50 - 10:50 á Eiðistorgi

 • Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur

Forskóli: Text

4. flokkur

Klassískur ballett er kenndur með einföldum æfingum. Áhersla er lögð á dansgleði, samvinnu, að efla hæfni nemenda til agaðra vinnubragða, að styrkja líkamsvitund, sjálfstraust og að byggja upp dansorðaforða. Kennslustundin er 60 mínútur í senn, tvisvar sinnum í viku. Tveir kennarar kenna tímann, annar umsjónarkennari og hinn aðstoðarkennari. Nemendur í þessu hópi taka þátt í jólasýningu og vorsýningu skólans.

Skólabúningur er fyrir nemendur í 4. flokki. Arena dansverslun á Eiðistorgi sér um sölu skólabúninganna. ​​​

 • Kennsla hefst: 21. janúar (kennsla fellur niður 24. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á mánudögum og föstudögum kl. 16:30 - 17:45 á Eiðistorgi

 • Tímalengd kennslustundar: 75 mínútur

Forskóli: Text

5. flokkur

Þetta er elsti hópurinn í forskólanum og næst tekur við 1. stig. Klassískur ballett er kenndur með einföldum æfingum. Áhersla er lögð á dansgleði, vandvirkni, samvinnu, að efla hæfni nemenda til agaðra vinnubragða, að styrkja líkamsvitund og sjálfstraust. Kennslustundin er 75 mínútur í senn, tvisvar í viku. Nemendur í þessum hópi taka þátt í jólasýningu og vorsýningu skólans. 

Skólabúningur er fyrir nemendur í 5. flokki. Arena dansverslun á Eiðistorgi sér um sölu skólabúninganna. ​​​

 • Kennsla hefst: 21. janúar (kennsla fellur niður 24. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á mánudögum og föstudögum kl. 16:30 - 17:45 á Eiðistorgi

 • Tímalengd kennslustundar: 75 mínútur

Forskóli: Text
bottom of page