Forskóli

Forskólinn er fyrir nemendur 3 ára til 8 ára og er undirbúningur fyrir grunnstigin, 1. - 7. stig. Forskólinn er opinn öllum og miðast aldur við fæðingarár.


Markmiðið er að þroska og örva hreyfigreind, líkamsvitund og félagsþroska. Aðaláherslan er að kynna klassískan ballett fyrir nemendum og leggja grunninn að frekara dansnámi.


Forskólinn tekur þátt í vorsýningu skólans sem hingað til hefur verið í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri til að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

 

1. flokkur — 3 ára

Klassískur ballett er kynntur í gegnum leik og skapandi dans. Áhersla er lögð á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind og félagsfærni. Stuðst er við kennslufræði Anne Green Gilbert.

 • Kennsla hefst: 18. janúar (kennsla fellur niður 29. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á laugardögum kl. 11

 • Fjöldi kennsluvikna: 12

 • Tímalengd kennslustundar: 45 mínútur

 • Aldur miðast við fæðingarár

 • 2 kennarar kenna kennslustundina

 • Verð: 32.000 kr. 

Kennarar: Alma Kristín Ólafsdóttir og Andrea Urður Hafsteinsdóttir

 

2. flokkur — 4 ára

Klassískur ballett er kynntur í gegnum leik og skapandi dans. Áhersla er lögð á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind og félagsfærni. Stuðst er við kennslufræði Anne Green Gilbert.

 • Kennsla hefst: 18. janúar (kennsla fellur niður 29. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á laugardögum kl. 12:00

 • Fjöldi kennsluvikna: 12

 • Tímalengd kennslustundar: 50 mínútur

 • Aldur miðast við fæðingarár

 • 2 kennarar kenna kennslustundina

 • Verð: 32.000 kr.

Kennarar: Alma Kristín Ólafsdóttir og Andrea Urður Hafsteinsdóttir

 

3. flokkur — 5 ára

Grunnspor í klassískum ballett; sporin eru kennd með skapandi dansi og einföldum æfingum. Áhersla er lögð á dansgleði, samvinnu, virðingu hvert fyrir öðru, að efla hæfni nemenda til agaðra vinnubragða, styrkja líkamsvitund og sjálfstraust. Stuðst er við kennslufræði Anne Green Gilbert.

 • Kennsla hefst: 18. janúar (kennsla fellur niður 29. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt á laugardögum kl. 10:00

 • Fjöldi kennsluvikna: 12

 • Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur

 • Aldur miðast við fæðingarár

 • 2 kennarar kenna kennslustundina

 • Verð: 32.000 kr. 

Kennarar: Alma Kristín Ólafsdóttir og Andrea Urður Hafsteinsdóttir

 

4. flokkur — 6 - 7 ára

Nemendur í 4. flokki stunda ballett tvisvar í viku. Klassískur ballett er kenndur með einföldum æfingum. Áhersla er lögð á dansgleði, samvinnu, að efla hæfni nemenda til agaðra vinnubragða, styrkja líkamsvitund, sjálfstraust og byggja upp dansorðaforða.


 • Kennsla hefst: 14. janúar

 • Tímasetning: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30

 • Fjöldi kennsluvikna: 12

 • Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur

 • Aldur miðast við fæðingarár

 • Verð: 47.000 kr. 

Kennari: Gígja Jónsdóttir

 

5. flokkur — 8 ára

Nemendur í 5. flokki stunda ballett tvisvar í viku í 75 mínútur í senn. Áhersla er lögð á dansgleði, vandvirkni, samvinnu, að efla hæfni nemenda til agaðra vinnubragða, styrkja líkamsvitund og sjálfstraust.

Þetta er elsti hópurinn í forskólanum og næst tekur við 1. stig.

 • Kennsla hefst: 14. janúar

 • Tímasetning: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:45

 • Fjöldi kennsluvikna: 12

 • Tímalengd kennslustundar: 75 mínútur

 • Aldur miðast við fæðingarár

 • Verð: 48.000 kr. 

Kennari: Bergdís Helga Bjarnadóttir