Grunnnám

Grunnnámið, framhald af forskólanum, er fyrir nemendur 9 ára til 15 ára og er undirbúningur fyrir framhaldsdeildina. Grunnnámið samanstendur af 7 stigum. Í vetur verða fyrstu 3 stigin kennd hjá Óskanda á Eiðistorgi en 4. - 7. stig í húsnæði Klassíska listdansskólans. 


Áhersla er lögð á faglega, þroskandi og uppbyggilega kennslu þar sem hver nemendi fær tækifæri til að þroskast og blómstra.


Í ballettkennslunni er stuðst við aðalnámskrá og kennt samkvæmt Vaganovakerfinu. Grunnnámið samstendur af klassískum ballett, nútímalistdansi, spuna, táskótækni, dansverkum, þjóðdönsum, karakterdönsum og djassdansi.


Algengasta aldurskiptingin: 1. stig: 8 - 9 ára, 2. stig: 9 til 10 ára, 3. stig: 10 til 12 ára, 4. stig: 11 til 13 ára, 5. stig: 12 til 14 ára, 6. stig: 13 til 14 ára, 7. stig: 14 til 15 ára


Nemendur í grunnnáminu og forskólanum taka þátt í vorsýningu skólans sem verður haldin í Borgarleikhúsinu. Þar fá nemendur tækifæri til að sýna afrakstur vinnu vetrarins.

 

1. - 2. stig

Nemendur á 1. og 2. stigi eru tvisvar í viku í ballett (90 mínútur) og einu sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi (90 mínútur).

Þyngdarstig og hraði eykst með hverju stiginu og samsettar æfingar verða flóknari. Áherslan er enn á dansgleði, samvinnu og að elfla líkamslæsi og hæfni til agaðra vinnubragða. Nemendur fá tækifæri til að kynnast spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.

  • Kennsla hefst: 7. janúar (kennsla fellur niður 28. febrúar vegna vetrarleyfis)

  • Tímasetning: Ballett er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:00 - 16:30 og nútímalistdans/skapandi dans á föstudögum kl. 16:30 - 18:00.

  • Fjöldi kennsluvikna: 16

  • Verð: 64.000 kr.

Kennari: Gígja Jónsdóttir

 

3. stig

Nemendur á 3. stigi eru tvisvar í viku í ballett (90 mínútur), einu sinni í viku í nútímalistdansi/skapandi dansi (90 mínútur) og einu sinni í viku í táskótækni/styrkingaræfingum fyrir táskó (30 mínútur).


Þyndarstig eykst og nýjar æfingar bætast við með hverju stiginu. Nemendur fá tækifæri að kynnast spuna og skapandi vinnu en einnig eru þjóðdansar/hópdansar fléttaðir inn í kennlustundina.


  • Kennsla hefst: 6. janúar (kennsla fellur niður 28. febrúar og 2. mars vegna vetrarleyfis)

  • Tímasetning: Ballett er á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:00 - 16:30, táskótækni á mánudögum kl. 16:30 - 17:00 og nútímalistdans/skapandi dans á föstudögum kl. 15:00 - 16:30.

  • Fjöldi kennsluvikna: 16

  • Verð: 66.000 kr. 

Kennari: Ellen Harpa Kristinsdóttir