top of page

Guðrún Óskarsdóttir

Skólastjóri

Ég heiti Guðrún Óskarsdóttir, skólastjóri og eigandi Óskanda; dansari og danskennari svo og jógakennari með sérmenntun í meðgöngu-/mömmujóga, krakkajóga og jóga fyrir börn með sérþarfir. Ég bætti við mig námi í ungbarnanuddi og hreyfiþroska barna og öðlaðist þá nýja sýn á hvað hreyfing og umhverfi gegna mikilvægu hlutverki í þroskun heilans; hvernig dans getur stutt barnið líkamlega, andlega, tilfinningalega og haft áhrif á sköpunargáfuna.


Ég var lánsöm að foreldrar mínir skyldu skrá mig í ballett í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins 1992, þá 7 ára gamla, þá hófst ástríða mín fyrir dansinum. Ég útskrifaðist frá Listdansskóla Íslands, lauk diplóma frá Kungliga Svenska Balettskolan í Stokkhólmi og starfsþjálfun frá Íslenska dansflokknum og Dansk dansetheater í Kaupmannahöfn. Ég dansaði með Íslenska dansflokknum og vann meðal annars með danshöfundunum Rami Be’er, Didy Veldman, Stephen Shropshire, Jóhanni Frey Björgvinssyni og Helenu Jónsdóttur. Ég stofnaði danshópinn Darí Darí Dance Company ásamt tveimur öðrum dönsurum og við fengum tækifæri til að sýna verk okkar á danshátíðum viðs vegar í Evrópu. Ég hef fengið tækifæri til að vinna sjálfstætt með danshöfundum, litlum dansflokkum og verið í stjórn hátíða og stofnana. Allt þetta hefur víkkað sjóndeildarhringinn.


Ég stunda nú mastersnám við Liskennsludeild LHI og gefst þar tækifæri til að mennta mig sem listkennslukennara. Ég hef unun að því að kenna nemendum og leiða aðra kennara. Það er yndislegt að fylgjast með nemendum þroskast og sjá litlu sigrana sem eru þó svo stórir.  

gudrun (3)_edited_edited.jpg
Guðrún Óskarsdóttir: Dance Company
bottom of page