top of page

Katla Þórarinsdóttir

Kennir sirkús

Ég lærði og þjálfaði líkama minn í klassískum ballet frá barnæsku og hóf snemma að kenna undir leiðsögn Guðbjargar Asdridar Skúladóttur, stofnanda Klassíska listdansskólans. Kennslan átti hug minn allan og ég útskrifaðist frá Kennaraháskólanum 2001. Síðar þegar ég uppgötvaði nútímadans lá leið mín í Laban Trinity, London og útskrifaðist þaðan með masterstig í dansi og kennslu 2006. Síðan þá hef ég unnið sem atvinnudansari, danshöfundur og danskennari. Ég stofnaði dansflokkinn Dari Dari Dance Company og framleiddi og sýndi með þeim þrjú fullgerð verk sem öll voru sýnd á danshátíðum víðs vegar um Evrópu.

Þrátt fyrir þessa velgengni sló alltaf hjarta trúðsins í líkama nútímadansarans. Þegar ég vann á Ítalíu sem dansari kynntist ég sirkúsnum betur og leið ekki á löngu þar til ég var farin að skína skært á stærstu götulistahátíðum í Evrópu sem jafnvægisakróbati og loftfimleikadansari. Árið 2009 stofnaði ég Sirkús Íslands ásamt öðrum og stýrði þeim hópi þar til 2012 þegar ég ákvað að snúa mér að öðrum verkefnum.

Árið 2015 byrjaði ég að vinna með Fidget Feet, írskum loftfimleika- og sirkúsflokki, að verkinu Fjaðrafoki sem framleitt var í samstarfi við Bíbí og Blaka. Síðan þá hefur verkið vafið upp á sig og hefur þegar verið sýnt yfir 100 sinnum í 10 löndum.

Ég hef unun að því að kenna og hef kennt við Klassíska listdansskólann, nú Dansgarðinn, í yfir 20 ár og hlakka alltaf jafnmikið til að taka á móti nýjum hópi nemenda að hausti og fá að fylgja þeim um heim dansins.

wVI-1612-34-88222.jpg
Katla Þórarinsdóttir: Dance Company
bottom of page