top of page
Dancing in the Street

KENNSLUÁÆTLUN

Í tengslum við þemadaga í skólanum. Tveir þemadagar frá kl. 8:30 - 12:10

Í námskeiðinu Dans og sprell munu nemendur vinna 5 saman í hóp með samspil dans og tónlistar. Kennarinn leiðir námskeiðið í gegnum netforritið Zoom. Unnið verður út frá laginu „Think About Things“ með Daða og Gagnamagninu. Nemendur munu skoða myndband við lagið, læra dansinn eins og hann er í myndbandinu og búa síðan til tilbrigði við dansinn þar sem unnið er út frá grunnsporunum. Gert er ráð fyrir að hver hópur hittist og vinni saman og deili hugmyndum sínum á milli og að úr verði sameiginleg afurð.

KENNSLUÁÆTLUN: Classes
Girl Dancing Shoes

Yfirlit yfir kennslustundir

Dagur 1

Kennslustund 1 - 40 mín (8.30 - 9:10)

 • Fjarkennslustund í gegnum forritið Zoom - kennari + nemendur 

 • Check in - nafn + hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nemendur og kennari að kynnast.

 • Kveikja - Tiktok videó. Linkur: https://vm.tiktok.com/WK9dYb/

 • Kveikja - Dansmyndband https://www.youtube.com/watch?v=2OK0kqDuAfM

 • Kynning á smiðjunni, farið er í gegnum námskeiðslýsingu, hæfniviðmið og námsmat.

 • Útfærsla af verkefninu sýnd - kennari sýnir sína útfærslu, sjá í https://www.oskandi.is/verkefni. 

 • Þeir nemendur sem ekki hafa sótt Tiktok forritið hlaða því niður í símana sína. Undirstöðuatriði í notkun forritsins kennd og sýnt brot úr kennslumyndbandi því til stuðnings (sjá nánar https://www.oskandi.is/kennslumyndboend). Farið er lauslega yfir hvernig hægt er að klippa myndbönd á Tiktok og bent á kennslumyndband þess efnis. 

 • Hvað merkir orðið samvinna? Leitast skal við að fá nemendur til að svara þessari spurningu og velta fyrir sér hvað einkennir góða samvinnu og hverjir séu hugsanlegir kostir og gallar við það að vinna saman í hóp. 

 • Nemendum er skipt í hópa ca 5 í hóp.

 • Leikur með kennara/hrista hópinn saman (5 manna hópinn) - sjá nánar í leikir hér fyrir neðan, útfærsla af leik fer eftir hópnum.

Kennslustund 2 - 40 mín (9:10 - 9:50)

 • Zoom fundur með kennara, 20 mín hvor hópur, eru einhverjar spurningar?

  • Hópur 1 - kennari og nemendur 20 mín (9:10 - 9:30)

  • Hópur 2 - kennari og nemendur 20 mín (9:30 - 9:50)

 • Verkefni 1 - Nemendur fara inn á https://vm.tiktok.com/WK9dYb/ og nemendur læra dansinn af videóinu. 


Frímínútur/pása 

kl. 9:50 - 10:10


Kennslustund 3 - 40 mín (10:10 - 10:50)

Sjálfstæð vinna nemenda.

 • Nemendur halda áfram að vinna sjálfstætt í hóp með verkefni 1 og verkefni 2.

 • Verkefni 2 - nemendur taka tiktok videó af sér gera dansinn með laginu „Think About Things“ og senda á kennarann. 

Aukaverkefni: Nemendur taka kafla úr dansinum eða allan dansinn og gera hann í öfugri röð.

Kennslustund 4 - 40 mín (10:50 - 11:30)

Sjálfstæð vinna nemenda og viðtalstími.

 • Viðtalstími með kennara - kennarinn kemur í 10 mín og athugar hvernig gengur, eru einhverjar spurningar?

  • Hópur 1 - kennarinn hittir nemendur kl. 10:50 - 11:00

  • Hópur 2 - kennarinn hittir nemendur kl. 11:10 - 11:20

 • Verkefni 3 - nemendur breyta dansinum í sameiningu.

  • Bæta við klappi, rödd og hljóði

  • Bæta við endurtekningu

  • Breyta um átt

 • Verkefni 4 - nemendur finna og velja sér nýtt lag við „nýja“ dansinn.

Kennslustund 5 - 40 mín (11:30 - 12:10)

Fjarfundur með öllum kl. 11:50 - 12:10. 

 • Nemendur vinna áfram með verkefni 4 fyrri hluta tímans.

 • Kennarinn fer yfir plan morgundagsins.

 • Check out - hvað kom þér á óvart í dag?


Dagur 2

Kennslustund 6 - 40 mín (8:30 - 9:10)

 • Fjarkennslustund í gegnum zoom -nemendur - kennari

 • Check in - hvernig líður ykkur? Ef þið væruð dýr, hvaða dýr væruð þið í dag?

 • Farið er yfir plan dagsins og tímalínu

 • Tími fyrir spurningar


Kennslustund 7 - 40 mín (9:10 - 9:50)

Sjálfstæð vinna nemenda. ​

 • Verkefni 5 - nemendur setja „nýja“ dansinn saman við lagið sem þeir völdu.

 • Verkefni 6 - nemendur velja bakgrunn fyrir videóið.

Frímínútur/pása
kl. 9:50 - 10:10


Nemendur geta t.d. notað frímínúturnar til þess að labba um skólalóðina og velja bakgrunn.

Kennslustund 8 - 40 mín (10:10 - 10:50)

Sjálfstæð vinna nemenda.

 • Nemendur halda áfram að vinna með verkefni 6, verkefni 7 og fá kannski aukaverkefni.

 • Viðtalstími með kennara - kennarinn tekur stöðu með nemendum. Ef verkefnið gengur vel og á tímaáætlun þá fá nemendur aukaverkefni og fá þannig tækifæri til að taka verkefnið lengra.

  • Hópur 1 - kennarinn hittir nemendur kl. 10:10 - 10:20 

  • Hópur 2 - kennarinn hittir nemendur kl. 10:30 - 10:40

 • Verkefni 7 - nemendur taka tiktok videó eða videó á símann sinn af dansinum með nýja laginu og senda kennaranum.


Dæmi um aukaverkefni:

 • Bæta við auka klappi, rödd, hljóði og/eða hljóðfærum.

 • Semja nýtt stef fyrir dansinn með aðstoð tónlistarforrits t.d. Notation Pad, Garage band eða Noteflight. Rými fyrir breytingar á dansi ef þörf krefur. 

 • Búa til myndband við lagið og nota iMovie við vinnslu hljóðs og myndar.

Kennslustund 9 - 40 mín (10:50 - 11:30)

Sjálfstæð vinna nemenda.

 • Þessi kennslustund er notuð til að klára verkefnið. 


Kennslustund 10 - 40 mín (11:30 - 12:10) 

 • Fjarfundur með öllum nemendum og kennara.

 • Nemendur fá jafningjamat (slóð á námsmat, oskandi.is/namsmat).

 • Nemendur sýna samnemendum videóin.

 • Verkefni 8 - samnemendur fylla út jafningjamat eftir hvert videó.

 • Umræður/munnleg endurspeglun.

 • Check out - Nefndu eitthvað eitt sem þér fannst áhugavert á þessum tveimur dögum.


Heimaverkefni

KENNSLUÁÆTLUN: Welcome

HÆFNIVIÐMIÐ

Hæfniviðmið: Hæfniviðmið eru í samræmi við kafla um listgreinar og upplýsinga- og tæknimennt í aðalnámskrá grunnskóla.


*Samhæfing tónlistar og hreyfingar

*Að sýna öryggi og færni í að dansa einn eða sem hluti af hópi. 

*Taka þátt í skapandi vinnuferli í dansi og setja saman einfalt dansverk. 

*Nemendur geti horft á dans samnemenda og veitt uppbyggilega endurgjöf.

*Greint, valið og notað hljóðfæri og hljóðblæ við hæfi í tónsköpun og hlustun.

* Staðið með eigin tónlistarvali og rökstutt val sitt.

* Greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismat.

* Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda. 

* Unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum. 


Hvernig verður hvert hæfniviðmið metið? Hæfniviðmið verða metin með símati/kennaramati, jafningjamati, munnlegri endurspeglun og sjálfsmati.


* Samhæfing tónlistar og hreyfinga - metið með jafningjamati. 

* Að sýna öryggi og færni í að dansa einn eða sem hluti af hópi - metið með jafningjamati.

* Taka þátt í skapandi vinnuferli í dansi og setja saman einfalt dansverk - metið með kennaramati og jafningjamati.

* Nemendur geti horft á dans samnemenda og veitt uppbyggilega endurgjöf - metið með jafningjamati.

* Greint, valið og notað hljóðfæri/rödd og hljóðblæ (t.d. klapp/stapp)  við hæfi í tónsköpun og hlustun - metið með jafningjamati og kennaramati.

* Staðið með eigin tónlistarvali og rökstutt val sitt - metið með munnlegri endurspeglun í lokatímanum

*Greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismat - metið með kennaramati og jafningjamati.

* Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda - metið með kennaramati. 

* Unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum - metið með kennaramati og jafningjamati. 

KENNSLUÁÆTLUN: Welcome
Girl Dancing Shoes

Kennsluaðferðir

Í námskeiðinu munu nemendur leggja stund á samvinnunám en eins og fram kemur þá vinna nemendur saman í hópum og deila sameiginlegri ábyrgð við að leysa viðfangsefni sín. Allir nemendur í hópnum þurfa að leggja sitt af mörkum og eru í raun háðir vinnuframlagi hvers annars. Aðferðin er góð þjálfun í félagsfærni og reynir á samvinnu, tillitssemi, hjálpsemi, þolinmæði og hæfni til að leysa úr ágreiningi. Nemendur þurfa að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og vera tilbúnir til að skoða hlutina út frá öðru sjónarhorni en eigin. Í samvinnunámi getur bæði verið einstaklings- eða hópmarkmið, ef unnið er út frá hópmarkmiði eins og í námskeiðinu Dans og sprell vinnur hópurinn saman að því að skila ákveðinni afurð (Kennsluaðferðavefurinn, 2020). Gengið er út frá því að nemendur hafi ólíka færni og séu missterkir á þeim sviðum sem hæfniviðmiðin taka til, sem hefur skírskotun til fjölgreindarkenningar Gardners. Notast verður við aðferðir leiðsagnarnáms þar sem áherslan er á endurgjöf sem gagnast bæði nemendum og kennurum. Nemandi getur nýtt sér endurgjöf frá kennara til að ná markmiðum sínum og skipuleggja næstu skref í náminu og kennari nýtir sér upplýsingar um stöðu nemenda til að betrumbæta kennsluaðferðir sínar (Heritage, 2007).

KENNSLUÁÆTLUN: About

Nálgun

Hlutverk grunnskóla er að efla nemendann m.a. hvað varðar frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og ábyrgðarkennd. Þetta eru atriði sem listáfangar gegna miklu hlutverki við og einnig má sjá hvaða grunnþættir menntunar tengjast mörgu í listnámi. 
Grunnþættir menntunar, samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, eru sex; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þemadagar þar sem viðfangsfangsefnið er skapandi ferli tekur á öllum grunnþáttum menntunar. Hópavinna, samvinna, efling sjálfstæðra vinnubragða, gagnrýnin hugsun, fyrir utan sérstöðuna sem fylgir sköpunarvinnu og hreyfingu sem nemendur fá í tímunum, allt þetta til samans gerir það að verkum að áfanginn nær utan um alla þessa sex grunnþætti menntunar.

Hop Hop Girls
KENNSLUÁÆTLUN: About
bottom of page