top of page

Kríladans

Kríladans er fyrir börn og foreldra, foreldrið eða forráðamaðurinn tekur virkan þátt í kennslustundinni.

image00021.jpeg
Kríladans: Service
Kríladans: Text

Kríladans 1

Kríladans er hreyfisamverustund fyrir börn og foreldra þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman saman og dansa, syngja og leika í hlýju, jákvæðu og notalegu umhverfi í hópi með öðrum. Hver tími byrjar á spjalli þar sem við ræðum um hreyfiþroskann, mikilvægi þess að barn fái tækifæri til að vera á gólfinu í frjálsum leik og vekjum athygli á því sem er að gerast hjá hverju barni fyrir sig. Þessir tímar eru fyrir börn sem eru um 3 mánaða og þar til barnið er að ná tökum á því að ganga.

Námskeið stendur yfir frá 14.apríl - 19. maí
Tímasetning: föstudagar kl. 11:15 - 12:00 á Eiðistorgi

Kennari: Guðrún Óskarsdóttir

Kríladans 2

Kríladans 2 er hreyfisamverustund fyrir foreldra og börn sem eru farin að ganga og til 3 ára aldurs, áhersla er lögð á líkams- og rýmisvitund og félagsfærni í skapandi og hlýju umhverfi.

Námskeið stendur yfir frá 15. apríl - 13. maí 
​Tímasetning: laugardagar kl. 9:00 - 9:40 á Eiðistorgi.

Kennari: Guðrún Óskarsdóttir

Kríladans: Text
gudrun.jpg

Guðrún Óskarsdóttir

Guðrún Óskarsdóttir er skólastjóri dansskólans Óskanda; dansari og danskennari svo og jógakennari með sérmenntun í meðgöngu-/mömmujóga, krakkajóga og jóga fyrir börn með sérþarfir. Hún bætti við sig námi í ungbarnanuddi og hreyfiþroska barna og öðlaðist þá nýja sýn á hvað hreyfing og umhverfi gegna mikilvægu hlutverki við þroskun heilans; hvernig dans getur stutt barnið líkamlega, andlega, tilfinningalega og haft áhrif á sköpunargáfuna.

Kríladans: Dance Instructors
bottom of page