top of page

Námskeið fyrir 10 - 12 ára

Börn fædd 2008 - 2010

Dansnámskeiðin fyrir 10 - 12 ára eru fyrir börn fædd 2008 - 2010. Námskeiðin eru í 4 - 5 daga hvert og 4 klukkutíma í senn. Gott er að nemendur komi með nesti og vatnsbrúsa, athugið að hnetur eru ekki leyfðar.


Þeir kennarar sem kenna sumarnámskeiðin eru allir fagaðilar í listgrein sinni.

Hand Stand During Dance Performance
Námskeið fyrir 10 - 12 ára: Classes
Námskeið fyrir 10 - 12 ára: Classes
Video Camera

8. júní - 12. júní 

Á námskeiðinu verða kenndar skemmtilegar aðferðir til þess að vinna með vidéó og dans. Nemendur skapa dansstuttmyndir með því að þróa hugmyndir og hreyfingar. Þeir læra á klippiforrit og verður nærumhverfi Óskandi nýtt sem upptökustaður. Hver tími hefst á nútímadanskennslu þar sem kennd verður undirstöðutækni. Áhersla danstímans er ferðalag um rýmið og sköpun út frá því hreyfiefni sem er kennt. Nemendur geta svo nýtt sér danssköpunina úr nútímadanstímanum í dansmyndirnar sínar.


Kennari: Gígja

Dagsetning: 8. júní - 12. júní 

Tímasetning: kl. 13:00 - 17:00

Aldur: 10 - 12 ára (2008, 2009, 2010)

Verð: 19.990 kr. 

Young Ballerina
o%C3%8C%C2%81skandi_skapandi_dans_1_edit

15. júní - 19. júní

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á skapandi ferli og nemendur fá tækifæri til að skapa eigið dansverk frá grunni undir leiðsögn kennara. Hver tími byrjar á tæknitíma, balletttíma eða nútímadanstíma, sem geta gefið nemendum innblástur að skapandi vinnu. Eftir tæknitímann er farið í skapandi vinnu og kennarar gefa nemendum ólík verkfæri til að skapa dans.

Kennari: Ingunn og Guðrún

Dagsetning: 15. - 19. júní

Tímasetning: kl. 13:00 - 17:00  

Aldur: 10 - 12 ára (2008, 2009, 2010)

Verð: 17.990 kr.

skapandi%20dans%203_edited.jpg

Upplýsingar

Ef einhverjar spurningar vakna er best að hafa samband við okkur í gegnum netfangið oskandi@oskandi.is eða á Facebook spjallinu.

​Óskandi er til húsa í kjallaranum á Eiðistorgi, undir verslun Hagkaupa. Gengið er inn í gegnum Eiðistorg.

Námskeið fyrir 10 - 12 ára: Classes
bottom of page