top of page

Námskeið fyrir 6-9 ára

Börn fædd 2011 - 2013

Dansnámskeiðið fyrir 6 - 9 ára er fyrir börn fædd 2011 - 2013. Námskeiðið er hálfsdags vikunámskeið, byrjar kl. 8:30 og lýkur kl. 12:30. Nemendur koma með nesti og vatnsbrúsa, athugið að hnetur eru ekki leyfðar.


Þeir kennarar sem kenna sumarnámskeiðið eru allir fagaðilar í listgrein sinni.

Pinwheel Kids
Námskeið fyrir 6-9 ára: Classes
Zen Stones

8. - 12. júní

Þema námskeiðsins er fjaran og dýrin sem búa þar. Nemendur fá tækifæri til þess að skapa eigið listaverk eftir heimsókn í fjöruna, til dæmis málverk, dans eða jafnvel sitt eigið hljóðfæri. Kannað verður hvernig hægt er að nota líkamann til þess að hreyfa sig eins og lífverur og fyrirbærin sem finnast í fjörunni. Í lok námskeiðsins skapa nemendur dansverk með aðstoð kennara. Námskeiðið endar á danssýningu.

Kennarar: Ingunn og Gígja

Dagsetning: 8. - 12. júní

Tímasetning: kl. 8:30 - 12:30 (danstími byrjar kl. 9:00)

Aldur: 6 - 9 ára (2011, 2012, 2013)

Verð: 22.990 kr.

Námskeið fyrir 6-9 ára: Welcome
bottom of page