Pilates
Pilates er námskeið hannað fyrir fólk á öllum aldri til að styrkja sig í öruggu umhverfi undir góðri leiðsögn þar sem allir geta unnið miðað við eigið getustig og hraða.

Pilates
Pilates er æfingakerfi til að styrkja, liðka og leiðrétta líkamsstöðu á náttúrulegan og heilbrigðan hátt, gert með skilningi, öndun og virðingu fyrir líkamanum.
Áhersla er lögð á að virkja miðjuna (kviðvöðva, grindarbotn, hryggjarsúluvöðva) auka samhæfingu og líkamslæsi og þannig auka styrk og getu eða hjálpa til að komast aftur af stað eftir hreyfingarleysi, meiðsli eða barnsburð.
Tímasetning: Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:00 - 12:50.
Verð:
5 tíma klippikort 13.900 kr.
10 tíma klippikort 23.900 kr.
Klippikortið gildir 4. janúar - 31.maí.
Kennari: Katla Þórarinsdóttir

Katla Þórarinsdóttir
Katla er starfandi listdansari og kennari og hefur kennt við Dansgarðinn í yfir 20 ár. Á dansferlinum hefur Pilates verið Kötlu björg og styrkur og varð hún algerlega hugfangin af Pilates þegar hún stundaði nám við dansháskólann Laban í London. En góðir hlutir gerast hægt og var það ekki fyrr en á síðasta ári að Katla dreif sig í Pilates kennaranám og hefur nú lokið námi frá The Kane School í New York. Í því námi eru hinar klassísku Pilates styrktaræfingar samofnar nútímalegu klínísku sjónarhorni og þekkingu á líkamanum.
Æfingakerfið var hannað af Joseph Pilates fyrir um einni öld og er eitt af fáum æfingakerfum sem staðist hefur tímans tönn. Upphaflega hannaði Pilates æfingarnar fyrir sig til að styrkja og ná betra þoli en í fyrri heimsstyrjöldinni vann hann fyrir breska herinn í þjálfunarbúðum hermanna og þar fer æfingakerfið að taka á sig frekari mynd. Milli heimsstyrjaldanna flytur Pilates ásamt Clöru, konu sinni, til Bandaríkjanna og þar opna þau Pilates stúdíó. Þar sem stúdíóið þeirra var í sama húsi og New York City Ballet urðu fljótt mikil tengsl þar á milli og dansarar tóku aðferðum hans fagnandi, þar á meðal dansarar á borð við Graham og Balanchine. Í dag er æfingakerfi hans almennt kallað klassískur Pilates og þjónar enn sama tilgangi og það gerði fyrir einni öld.