Skapandi dans/
Nútímalistdans

Tímarnir í skapandi dansi og nútímalistdansi byggjast m.a. á kennslufræði Anne Green Gilbert. Unnið verður með mismunandi dansþemu í hverjum tíma. Þau skiptast í í fjóra flokka, rými, tíma, afl og líkama og inniheldur hver tími upphitun (hugardans), spuna, tækni, sköpun og lok. 


Hver kennslustund er skipulögð með það að leiðarljósi að styðja við líkamslæsi, gagnrýna hugsun og þroska hreyfigreindar en einnig að opna hugann fyrir sköpun og stuðla að auknum félagsþroska. 

KrakkarDans-43_edited.jpg
 
 

Skapandi dans 4 - 5 ára

Ef áhugi er á að skrá nemenda í þennan hóp fyrir vorönn 2021, vinsamlegast hafa samband á oskandi@oskandi.is.

Skapandi dans er kynntur í gegnum leik og sögu. Nemandinn fær tækifæri til að virkja ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu til þess að uppgötva ný hreyfimynstur. Áhersla er lögð á samvinnu, að þjálfa samskiptafærni og styrkja líkamslæsi. Kennslustundin er 50 mínútur í senn, einu sinni í viku. Tveir kennarar kenna tímann. Nemendur í þessum hópi taka þátt í vorsýningu skólans.

 • Tímalengd kennslustundar: 50 mínútur

 • Verð: 32.000 kr.

Skapandi dans 6 - 7 ára

Nemendur fá tækifæri til að kynnast spunavinnu og fjölbreyttum leiðum við að skapa dans. Spuninn aðstoðar dansarann við að vera skapandi og hugmyndaríkur þar sem spuninn býr til flæði og stresslaust umhverfi.


 • Kennsla hefst: 2. febrúar 

 • Tímasetning: Kennt er á þriðjudögum kl. 16:30 - 17:30

 • Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur

 • Verð: 32.000 kr.

Kennari: Guðrún Óskarsdóttir og Ingunn Elísabet Hreinsdóttir

 

Nútímalistdans 8 - 9 ára

Nemendur í nútímalistdansi fyrir 8 - 9 ára eru einu sinni í viku í 90 mínútur í senn. Nemendur fá tækifæri til að kynnast grundvallaratriðum í nútímalistdansi, spunavinnu og fjölbreyttum leiðum við að skapa dans. Áherslan er lögð á að opna hugann fyrir sköpun, að uppgötva nýjar hreyfingar, þjálfa samvinnu og hreyfifærni. 

 • Kennsla hefst: 5. febrúar

 • Tímasetning: Kennt er á föstudögum kl. 15:00 - 16:30. 

 • Tímalengd kennslustundar: 90 mínútur.

 • Verð: 33.600 kr.

 

Nútímalistdans
10 - 12 ára

Nemendur í nútímalistdansi fyrir 10 - 12 ára eru tvisvar sinnum í viku. Nemendur fá tækifæri til að kynnast grundvallaratriðum í nútímalistdansi, spunavinnu og fjölbreyttum leiðum við að skapa dans. Áherslan er lögð á að opna hugann fyrir sköpun, að uppgötva nýjar hreyfingar, þjálfa samvinnu og hreyfifærni. 

 • Kennsla hefst: 2. febrúar (kennsla fellur niður 23. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á þriðjudögum kl. 17:45 - 18:45 og á föstudögum kl. 17:00 - 18:30. 

 • Tímalengd kennslustundar: 60 mínútur og 90 mínútur.

 • Verð: 47.000 kr.

Kennari: Ingunn Elísabet Hreinsdóttir

 

Nútímalistdans
13 - 15 ára

Nemendur í nútímalistdansi fyrir 13 - 15 ára eru tvisvar sinnum í viku. Þessir tímar er hluti af því sem Dansfjörið hefur upp á að bjóða. Nemendur fá tækifæri til að kynnast grundvallaratriðum í nútímalistdansi, spunavinnu og fjölbreyttum leiðum við að skapa dans. Áherslan er lögð á að opna hugann fyrir sköpun, að uppgötva nýjar hreyfingar, þjálfa samvinnu og hreyfifærni. 

 • Kennsla hefst: 1. febrúar (kennsla fellur niður 22. febrúar vegna vetrarleyfis)

 • Tímasetning: Kennt er á mánudögum kl. 17:45 - 19:15 og þriðjudögum kl. 15:15 - 16:15.

 • Tímalengd kennslustundar: 90 mínútur og 60 mínútur

 • Verð: 49.900 kr.

Kennari: Gígja Jónsdóttir og Ingunn Elísabet Hreinsdóttir

 

Nútímalisdans fyrir fullorðna

Nánari upplýsingar um námskeiðið væntanlegt fljótlega.