top of page
Studying on the Grass

VERKEFNI

Nemendur vinna í litlum hópum að 9 verkefnum sem unnin eru tvo morgna, kl. 8.30 - 12:10. 

Sjá verkefnin hér fyrir neðan

VERKEFNI: Classes

Verkefni

Verkefni 1 - nemendur fara inn á https://vm.tiktok.com/WK9dYb/ og nemendur læra dansinn af videóinu. 

Verkefni 2 - nemendur taka tiktok videó af sér að gera dansinn með laginu „Think About Things“ og senda á kennarann. 

Aukaverkefni: Nemendur taka kafla úr dansinum eða allan dansinn og gera hann í öfugri röð.

Verkefni 3 - nemendur breyta dansinum í sameiningu - bæta við klappi, rödd og hljóði, bæta við endurtekningu og breyta um átt.

Verkefni 4 - nemendur finna og velja sér nýtt lag við „nýja“ dansinn.

Verkefni 5 - nemendur setja „nýja“ dansinn saman við lagið sem þeir völdu.

Verkefni 6 - nemendur velja bakgrunn fyrir videóið.

Verkefni 7 - nemendur taka tiktok videó af dansinum með nýja laginu og senda kennaranum.

Aukaverkefni: bæta við auka klappi, rödd, hljóði og/eða hljóðfærum. Semja nýtt stef fyrir dansinn með aðstoð tónlistarforrits t.d. Notation Pad, Garage band eða Noteflight. Rými fyrir breytingar á dansi ef þörf krefur. Búa til myndband við lagið og nota iMovie við vinnslu hljóðs og myndar.

Verkefni 8 - samnemendur fylla út jafningjamat eftir hvert videó.

Verkefni 9 - nemendur fylla út sjálfsmat

Music Festival
VERKEFNI: About

Daði og Gagnamagnið

Think About Things

VERKEFNI: Welcome

Verkefni 2

Dæmi

VERKEFNI: Welcome

Verkefni 3

Dæmi um tvær breytingar 

VERKEFNI: Welcome

Leikir

Í fyrstu kennslustundinni verður farið í leiki til að þjálfa nemendur í samvinnu. Í leikjunum verður lögð áhersla á samvinnu til að undirbúa nemendur fyrir það sem koma skal. Dæmi um leiki sem hægt er að fara í á Zoom.

Finna hlut

Kennari biður nemendur að finna hluti í kennslustofunni eða í nágrenninu og sýna á tölvuskjánum, hægt er að fara í keppni á milli hópa. Dæmi um hluti til að finna: límband, húfa, klósettrúlla, leitir (t.d. 3 ákveðnir litir), yddari.

Spegladansinn

Kennarinn gerir nokkrar hreyfingar og nemendur spegla það sem kennarinn gerir.

Brandari

Hver nemandi segir brandara en þarf að gera einhverja áskorun í leiðinni, t.d. standa á öðrum fæti, vera í planka o.s.frv.

Leika dýr

Nemandi leikur atgervi dýrs, án hljóðs. Hinir reyna að geta hvaða dýr er verið að leika.

Hvaða hljóð er þetta?

Nemendur skiptast á að spila hljóð eða búa til hljóð sem getur verið hvað sem er. Hinir í hópnum eiga að geta hvaða hljóð heyrist

Búa til sögu (spuni)

Kennari (eða nemandi) byrjar á að segja eina setningu, aðrir eru með stillt á mute. Síðan bætir hver og einn nemandi við söguna með einni setningu eftir fyrirfram ákveðinni röð. Hægt er að láta hópana skiptast á að bæta í söguna. 

VERKEFNI: Classes
bottom of page